Drónamyndir teknar í ágúst 2024 af Heiðarrétt í Heiðardal sem var byggð 1895, hlaðin úr móbergsgrjóti. Réttinn stendur við Réttarflöt undir Vestra-Skeri á milli bæjanna Stóru- og Litlu- Heiði (nú horfnir). Hún var lögrétt fyrir hreppinn, en er núna mikilvægar menningarminjar sem ber að varðveita. Samkvæmt Bs. ritgerð Svanhvítar Hermannsdóttur um afréttamálefni í Hvammshreppi í Mýrdal á fyrri hluta 20. aldar var skipan dilka í föstum skorðum til ársins 1950, þ.e. að dilkar tilheyrðu tilteknum bæjum eða bæjarhverfum.