Öllum er heimilt að nota myndirnar á síðunni án endurgjalds en þó háð samþykki höfundar myndanna, þ.e. í hvaða samhengi þær verða notaðar. Sendið skilaboð og þið fáið myndina í fullri upplausn án höfundarmerkingar (©).
Myndirnar eru skámyndir teknar með dróna á nokkurum stöðum á Íslandi, en tilurð þeiirra tengist fyrst og fremst ferðum um landið og náttúruskoðun.
Höfundur mynda er Einar Jónsson skipulagsfræðingur og landfræðingur sem eignaðist sína fyrstu Canon myndavél árið 1984 og ljósmyndun hefur fylgt honum frá þeim tíma. Lengi vel vann hann með filmu en frá aldamótum hefur stafræna tæknin tekið yfir. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, allt frá tækifærismyndum til landslags, en einnig efni tengt skipulagi, umhverfismálum og örnefnaskráningu.